Select Page

F50 glerhandrið

F50 glerhandrið

F50 er klassískt handriðakerfi úr sérstyrktum álrörum og gleri þar sem glerið er fest í glerklemmur.  Kerfið lítur út eins og ryðfrítt stál en er úr seltuþolnu áli og með rafpólerað yfirborð og því er kerfið nánast viðhaldsfrítt, því hvorki fellur á álið og ekki er möguleiki á ryði.

Horizon A: stólpahandrið með gleri og handlista
Horizon B: stólpahandrið með gleri án handlista

Einfalt að panta!

Útfærðu beint á skjánum handrið í 3D reiknivélinni okkar og verð uppfærist sjálfkrafa við val.

F-50 er þetta klassíska form af glerhandriði úr stólpum með ásettum glerfestingum sem halda glerinu.  Kerfið hentar vel á svalir og stiga þar sem mjög auðvelt er að aðlaga stólpana að hallandi stigahandriðum.  Kerfið er því afar hentugt fyrir húsbyggjandann og þá sem vilja setja upp sjálfir en jafnframt fyrir verktakann þar sem uppestning er afar einföld og kerfið á hagstæðu verði.  

Álið er ódýrara en samskonar rör úr ryðfríu stáli og heldur sér betur í erfiðu umhverfi, ss seltu og sjávarroki vegna þess hve viðhaldslétt það er.    Eingöngu þarf að hreinsa með venjulegu sápuvatni og því miklu einfaldrar en hefðbundið viðhald á ryðfríuyðfrí stáli sem þarfnast hreinsunar td. ætandi efnum og sýrum.

Stólparnir eru framleiddir úr sérstyrktum tvöföldum álrörum og yfirborð kerfisins er rafpólerað og eloxserað þannig að rör og festingar líta alveg eins út og ryðfrítt stál, nánast viðhaldsfrítt! 

F50 kerfið er prófað, vottað og uppfyllir byggingarreglugerðir og staðla EN 1090-1 um öryggiskröfur fyrir byggingaflokka A-C1  og hentar því vel td. í venjuleg heimahús og skrifstofur. 

Öflugt og sterkt kerfi sem auðvelt er að setja upp og á hagkvæmu verði… .. stöngin inn.  

Öryggi glerhandriðsins

Það er mikilvægt að allar öryggiskröfur séu uppfylltar og að fólk treysti vörunum okkar.  Glerhandriðin frá okkur eru med CE merktu hertu samlímdu öryggisgleri og pólerðum köntum.

Hert gler er 5-6 sinnum sterkara en venjulegt flotgler í sömu þykkt og samkvæmt byggingarreglugerð  og stöðlum skal allt gler í glerhandriðum vera samlímt þannig að filman haldi glerjunum saman við brot svo að glerið falli ekki niður og valdi skaða á fólki.

Öll glerhandrið frá okkur eru með CE merktu hertu og samlímdu öryggisgleri.

Allt gler frá okkur er framleitt eftir nýjustu stöðlum, kröfum og tækni í  danskri glerverksmiðju.  Ýmsar útfærslur eru í boði á hertu öryggisgleri td. glært, extra glært, brons litað, grátt, svart tónað eða matt bæði fyrir handrið innanhúss sem og utanhúss.

Gler í 3D reiknivélinni okkar er afgreitt med EVA fólíu, sem er nýleg fólíutegund sem er hefur meiri rakamótstóðu og gefur betri samlímingu en venjuleg PVB fólía.  Það sem samlímt gler er í raun flókin vara með mjög mismunandi virkni,  bjóðum við einnig samlímt öryggisgler með ýmsum fólíum ma. hljóðeinangrandi fólíu, PVB, Saflex structural eða Sentry fólium og í litum allt eftir aðstæðum og kröfum hverju sinni varðandi  útlit og eiginleika fólíanna.

glerhandrið
glerhandrið

Klassískt útlit – viðhaldslítið

F50 kerfið kemur í 2 tegundum og hvor tegund er útfærð mismunandi allt eftir festimöguleikum, burðarkröfum og glerþykktum. F50 línan er prófuð og vottuð  samkvæmt Eurocode fyrir mismunandi tegundir húsnæðis frá A – C1.

3D reiknivélin

Í nýju reiknivélinn okker getur þú útfært glerhandriðin okker eftir þínum málum, breitt gleri, hæð og festingaútfærslum svo eitthvað sé nefnt og fengið útreikninginn sendann í tölvupósti eða pantað handriðið sé þess óskað.

Þú þarft ekki að vera sérfræðingur.. þú getur auðveldlega hannað handrið í reiknivélinn séð verðin breytast við mismunandi val og sent okkur pöntunina beint!  Við yfirförum málin og smáatriðin opg sjáum til þess að handriðið uppfylli byggingareglur og EN staðla.

Klassiskt rustfrit look – vedligeholdelsesfrit

Stolper, beslag og gelændere er i anodiseret aluminium – særbehandlet så det ligner rustfrit stål. 

Med det brede udvalg af designs og materialer i F50 gelænder sortimentet, kan du kombinere produkterne som du ønsker

Du får et sikkert rækværk, der holder, hvilket også er helt vedligeholdelsesfrit.

Sikkerhed

Horizon er et testet og certificeret gelændersystem, hvilket betyder, at glasværnet opfylder (BR) vejledning om glaspartier, glasflader og værn af glas i bygninger A – C1. 

F50 opfylder dermed kravene til personsikkerhed i bygningsreglementet for værn (BR) og den europæiske standard EN 1090-1.

3D designer – prisberegner

Du behøver ikke være ekspert, du kan designe dit gelænder og se pris online og placere din ordre direkte med vores designværktøj.

Tilpas dit glasværn efter dine mål og design.

Vi kontrollerer dimensioner og detaljer ved bestilling og sørger for, at du får den mest overkommelig løsning, der også opfylder bygningsreglementet (BR) og relevnate EN normer

F50 – Downloads

Sérfræðiráðgjöf

Við erum tilbúin að ráðleggja, allt frá hvernig standa skal að uppmælingu, hvað þarf að hafa í huga við val ásamt að veita tæknilega ráðgjöf er varð undirlag og annað er þarf til að útfæra verkefnið.

Heildarlausnir

Öll handrið frá okkur kom með öllu sem þarf, skrúfum festingum þéttiefnum þar sem við á. Það eina sem vantar í pakkann er sjálfur iðnaðarmaðurinn…. en við getum bent á færa uppsettningarmenn sé þess óskað