Select Page

 

Svalahandrið fyrir byggingaraðila (B2B)

ProRailing Ísland býður ál og glerhandrið sem henta vel byggingaraðilum og þeim  þar sem uppsetningatíminn skiptir máli

Sterkbyggð ál og glerhandrið, hluta-samsett.

Álhandriðin koma hluta-samsett við afhendingu í lengdareiningum á milli 3-4 metrar í einni einingu.  Póstar, handlistar og glerlistar eru samsettir í tilbúinni grind sem er fljótlegt að festa beint á svalir, hvort sem er topp eða hliðarfest. Þar á eftir raðast glerið í rammana og handriðin eru tilbúin.  Allir boltar og skrúfur fylgja.  Handriðaprófílar er skornir í rétt mál og gráður og er því samsetning og uppsetning á staðnum afar einföld og fljótleg. Ef handrið eru hliðarfest á svalkant fylgja nauðsynlegir listar og álflasningar.

Ál og glerhandriðin eru sterkbyggð og reiknuð til þess að þola álag frá svalalokunum.

Helstu kostir:

  • Sterkbyggð handrið sem þola álag frá svalalokun
  • Koma hlutasamsett í réttu máli því fljótlegt í uppsetningu
  • Fást í RAL lit að eigin ósk
  • Hagstæð verð

Því gefst möguleiki á að bjóða strax í byggingarferlinu fullglerjaðar svalir með svalalokun eða afhenda glerhandrið þar sem kaupandi getur seinna sett upp svalalokun við hentugleika.
Handriðin afhendast á bygginarstað tilbúin til uppsetningar og henta vel byggingaverktökum sem halda kostnaði í lágmarki og setja upp sjálfir. 

Handriðakerfin er hönnuð og álagsreiknuð til að standast ítrustu kröfur íslenskrar byggingareglugerðar um fallvarnir og formbreytingar. ​Í handrið er notað hert, samlímt öryggisgler 44.2 – 55.2  með möguleika á 66.2  þykku  gleri í tilvikum þar sem álagskrafan er meiri.
Gler er í þolflokki öryggisglerja 1B1 samkvæmt kröfum reglugerðar.

Handriðin eru prófuð og vottuð og CE merkt,  möguleiki á burðarþolsútreikning í hvert verkefni gegn gjaldi, sé þess óskað.

Þessi handrið bjóðum við í byggingarverkefni á mjög góðu verði

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu verðtilboð