Select Page

Reiknivélar

Glerhandrið

Í nýju 3D reiknivélinni okkar er auðvelt að útfæra og skoða hvaða tegund handriða gæti passað í verkefnið. Verðið uppfærist strax við miðað við val hverju sinni og því auðvelt að sjá kostnaðinn við mismunandi gerðir, gler og útfærslur. Sé verð og útfærsla í samræmi við óskir er einfaldlega hægt að panta beint úr reiknivélinni.  

AG svalalokun

Svalalokanir

Reiknivélin fyrir svalalokanir gefur leiðbeinandi verð miðað við hefðbundnar forsendur.  Óskir þú að panta svalalokunina frá okkur komum við á staðinn til skoðunar og mælum upp svalirnar til að tryggja að allt passi.

Álhandrið 

Sterkbyggð glerhandrið klár fyrir svalalokanir, góður kostur fyrir byggingaraðila, hagstætt verð.
Einföld álhandrið með gleri sem eru fljótleg í uppsetningu og eru reiknuð til þess að þola álag frá svalalokunum.
Því er möguleiki á að bjóða svalir fullglerjaðar með svalalokun eða glerhandrið þar sem kaupandi getur seinna sett upp svalalokun við hentugleika. Handriðin afhendast á bygginarstað tilbúin til uppsetningar og henta vel bygginaraðilum sem vilja setja upp sjálfir. Möguleiki á burðarþolsútreikningum í hvert verkefni fyrir sig sé þess óskað.

Svalagangar 

Í verkmiðju okkar framleiðum við svalaganga eftir máli úr prófílakerfinu EW50 frá Aluminco. Hér er um að ræða fullkomið kerfi sem notar er til lokunar á stærri byggingum hvort sem er einangraða glerlokunarkápu eða sem einfalda opna svalaganga. Burðarprófilar í EW50 kerfinu fást frá 50mm upp í 300mm og því henta því vel í flestar aðstæður og íslenskt verðurfar.

Rennihurðar

Við framleiðum rennihurðar í verksmiðju okkar sem henta til lokunar á pöllum eða yfirbyggingum.

Með 5 ára verksmiðjubyrgð!  Nánari upplýsingar hér >>

glerveggir

Glerveggir

DECIBEL veggjakerfið frá ROCA samanstendur af úrvali álprófíla og læsinga  og þannig að hægt er að útfæra  veggi sem henta flest öllum aðstæðum. Veggina framleiðum við  eftir máli í verksmiðju okkar í Árósum í Danmkörku.

Vantar uppsetningu ?