Svalahandrið fyrir byggingaraðila
ProRailing býður rimlahandrið á hagstæðu verði sem henta vel byggingaraðilum sem vilja halda kostnaði í lágmarki og þar sem uppsetningatíminn skiptir máli.
ÁL145 eru eins og nafnið gefur til handrið úr áli, nánar tiltekið úr seltuvarinni og hertri álblöndu EN – AW 6060-T5 þannig að þetta er sterk og mjög veðurþolin handrið. Rimla álhandriðin koma stöðluð í tilbúnum einingum í lengdum 1m, 2m og 3metrar, með möguleika á allt að 5m í einni einingu. Bæði til sem toppfest eða hliðarfest. Mjög einfalt og fljótlegt að festa beint þessi handrið á svalir, hvort sem er topp eða hliðarfest. Ef að staðlaða lengdin passar ekki á svalirnar er einfalt að skera í rétt mál á staðnum með handverkfærum. Handriðin afhendast á bygginarstað tilbúin til uppsetningar og henta vel byggingaverktökum sem halda kostnaði í lágmarki og setja upp sjálfir. Handriðakerfin er hönnuð og álagsreiknuð til að standast ítrustu kröfur íslenskrar byggingareglugerðar um fallvarnir og formbreytingar. Handriðin eru prófuð og vottuð og CE merkt, möguleiki á burðarþolsútreikning í hvert verkefni gegn gjaldi, sé þess óskað.Þessi handrið bjóðum við í byggingarverkefni á mjög góðu verði
ÁL145 rimlahandrið í einingum, lagervara í verksmiðju okkar í Ral7016 – ódýr og góð lausn
- Sterkbyggð álhandrið tilbúinn beint á svalirnar
- Létt í meðförum og auðveld í uppsetnignu
- Einingar í hæð 1100mm – fljótlegt í uppsetningu
- Lengdir 1m- 2m eða 3metra og mögulegt að aðlaga á staðnum ef þarf
- Hægt að fá upp í 5 metra í heilli einingu.
- Möguleiki á RAL lit að eigin ósk
- Lagervara í verksmiðju okkar í Árósum (nokkrar stærðir)
- Hagstæð verð – skjótur afgreiðslutími
Rimlahandrið í föstum einingum - tilbúin beint á svalirnar
Sérsmíðuð rimla-stigahandrið
Við bjóðum einnig sérsmíðuð stálhandrið. Þessi handrið eru smíðuð eftir máli á hverjum stað td í stigahús svalaganga osfr. Hér er allt útfært og smíðað eftir hönnun arkitekta eða óskum og því eru möguleikarnir endalausir. Stigahandrið koma í tilbúnum einingum eða hentugum stærðum sem eru boltaðar saman á byggingarstað. Handlistar, topplistar og vegghandlistar eri í boði og allt efni er galvan eða pólýhúðað eftir óskum. Handriðin afhendast á bygginarstað tilbúin til uppsetningar og henta vel byggingaverktökum sem halda kostnaði í lágmarki og setja upp sjálfir.
- Mjög sterkbyggð stálhandrið
- Einingar boltast saman á staðnum – fljótlegt í uppsetningu
- Galvanhúðun eða RAL litir að eigin ósk
- Allt er sérsmíðað eftir teikningu og óskum
- Hagstæð verð
Nánari upplýsingar veitir Magnús í tölvupósti eða síma 8359100.