Select Page

Glerhandrið

Crystalline – glerhandrið

Stílhrein glerhandrið fyrir svalir, svalaganga, stiga  og palla.  Óskert útsýni, án pósta. Einföld hönnun og  100% öryggi einkennir Crystalline handriða kerfin okkar. Handriðin eru tilsniðin eftir máli og henta vel fyrir þá sem vilja setja upp sjálfir. Allar festingar og skrúfur fylgja og heimsending er innifalin í verði. 

Fusion line álhandrið með gleri

Hin nýja Fusion handriðalína sameinar nútímalega hönnun, fjölbreytta útfærslumöguleika og  öryggi.
Kostir kerfisin er að glerið er fest í álstólpa eða lista án sýnilegra festinga ásamt því að vera nánast viðhaldsfrítt. Fjölmargir útfærslumöguleikar með eða án handlista. Einfalt í uppsetningu.

F50 klassískt glerhandrið

F50 er klassískt handriðakerfi úr sérstyrktum álrörum og gleri þar sem glerið er fest í hefðbundnar glerklemmur.  Kerfið lítur út eins og ryðfrítt stál en er framleitt úr seltuþolnu áli og með rafpólerað yfirborð og því er kerfið nánast viðhaldsfrítt, því hvorki fellur á álið og ekki er möguleiki á ryði.

Glerhandrið á stiga

Glerhandrið á hallandi stiga eru flóknari en venjuleg bein svalahandrið og því ekki hægt að reikna út kostnað beint í reiknivél okkar.  Við getum auðveldlega útvegað þessa gerð, fáum við réttar upplýsingar.  Óskir þú verðtilboðs í stigahandrið er hægt að hafa samband, senda teikningar eða myndir af aðstæðum. Hér að neðan er hægt að nálgast einfaldar leiðbeiningar um hvað skal skoða þegar mælt er fyrir stigahandriði.

Byggingaraðilar – álhandrið 

Sterkbyggð glerhandrið klár fyrir svalalokanir, góður kostur fyrir byggingaraðila sem þurfa marga metra, hagstætt verð.
Einföld álhandrið með gleri sem eru fljótleg í uppsetningu og eru reiknuð til þess að þola álag frá svalalokunum.
Því er möguleiki á að bjóða fullglerjaðar svalir með svalalokun eða glerhandrið þar sem kaupandi sjálfur getur á seinni stigum sett upp svalalokun við hentugleika. Handriðin afhendast hlutasamsett í einingum á bygginarstað klár til uppsetningar og henta vel bygginaraðilum sem vilja setja upp sjálfir. Möguleiki á burðarþolsútreikningum í hvert verkefni.

Svalagangar -glerkápur

Í verkmiðju okkar framleiðum við svalaganga eftir máli úr prófílakerfinu EW50 frá Aluminco. Hér er um að ræða fullkomið kerfi sem notar er til lokunar á stærri byggingum hvort sem er einangraða glergluggakápu eða sem einfalda opna svalaganga. Burðarprófilar í EW50 kerfinu fást frá 50mm upp í 300mm og því henta því vel í íslenskt verðurfar. 

Vantar uppsetningu ?