Sólskálar

Sælureiturinn í húsinu vetur, sumar, vor og haust
Glerskálar

Sunroom

Sólstofur sem þú setur saman sjálfur


Fyrir þá sem leita að hagkvæmri lausn bjóðum Sunroom  sólskála sem eru í svokölluðum “DIY”  flokki, þeas “gerðu-það-sjálfur”
Með Sunroom býrðu til sannkallaðan sælureit í húsinu sem þú getur notið allan ársins hring.

Sólstofan er samsett úr byggingareiningum sem fást í mismunandi stærðum og hægt að byggja heilan sólskála eða byrja með þak og síðan á seinni stigum bæta við hliðum eða opnanlegum hurðum eftir hentuleika.  Efnið kemur sem KIT þeas. allt er framleitt þannig að mjög einfalt er að setja saman á einfaldann máta án sérþekkingar eða sérstakra verkfæra.
Með Sunroom hefurðu möguleika á sólskála sem þú setur upp sjálfur úr tilbúnum einingum á miklu hagstæðara verði en sérsmíðaðir sólskálar.

Sólskáli

Sérsmíðaðir glerskálar

Sérsmíðaðir PS glerskálar

Með glerskála býrðu til sannkallaðan sælureit í húsinu sem þú getur notið allan ársins hring.

Prorailing.is  býður mjög vandaða glerskála sem eru hannaðir eftir aðstæðum og smíðaðir eftir óskum kaupanda hverju sinni.
Einangrunargildi og snjóálag nokkuð sem þarf að huga vel að og er yfirbygging úr öflugum álprófilum með innbyggðu þakrennukerfi og bæði hægt að fá skála með tvöföldu eða þreföldu gler.
Sé óskað eftir óeinangruðum skála bjóðum við Sunroom sem er töluvert hagkvæmari lausn og má finna hér á heimasíðunni.
 

Glerskálar og smáhýsi frá PS eru alltaf framleidd eftir máli, lit og óskum hvers viðskiptavinars og eru hægt að fá allskonar aukabúnað í skálann td.  LED lýsingu, sólgardínur,  geislahitara og bluetooth hátalara svo eitthvað sé nefnt.  Þú getur aðlagað flestar gerðir að húsinu eða haft glerhýsið frítt standandandi í garðinum allt eftir óskum. 

Sérsmíðaðir sólskálar – Verkferlið

Eftir að pöntunarstaðfesting er frágegnin fer sjálft verkferlið af stað.
Hver og einn skáli er hannaður og framleiddur eftir máli og þannig er yfirbyggingin sérsniðið að óskum og aðstæðum hverju sinni. 

Eftir pöntunarstaðfestingu mætum við á staðinn til skoðunar og  uppmælinga.  Eftir það eru gerðar fullkomnar  vinnu og framleiðslteikningar og síðan er pöntunin yfirfarin með kaupanda áður en skálinn fer í framleiðslu í verksmiðju  Profilshop í Árósum. Mögulega er hægt að notast við arkitektateikningar og teikna skálann útfrá þeim,  séu þær áræðanlegar. Reikna má með einhverjum smábreytingum og aðlögun eftir uppmælingu og í loka hönnunarferlinu.  Þegar að allt liggur fyrir og viðskiptavinur staðfestir endanlega teikningu, líða umþb. 12-14 vikur þangað til að skálinn er kominn á bygginarstað og þá hefst uppsetning.

Sólskáli
0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tóm!Til baka