Sólskálar
Sælureiturinn í húsinu vetur, sumar, vor og haust
Glerskálar
Með Royal glerskála býrðu til sannkallaðan sælureit í húsinu sem þú getur notið allan ársins hring.
Pro railing Ísland býður frábæra glerskála sem hannaðir eru með nýjustu tækni og í bestu gæðum.
Yfirbyggingin er úr mjög öflugum álprófilum með innbyggðu þakrennukerfi og bæði hægt að fá óeinagraða skála eða full einangraða skála með þreföldu einangrunargleri.
Glerskálar og smáhýsi eru alltaf framleitt eftir máli, lit og óskum viðskiptavinarins og eru hægt að fá allskonar aukabúnað í skálann td. LED lýsingu, sólgardínur, geislahitara og bluetooth hátölara svo eitthvað sé nefnt. Þú getur aðlagað flestar gerðir að húsinu eða haft glerhýsið frítt standandandi í garðinum allt eftir óskum.

WG100 easy
Sterkt álprófílakerfi fyrir óeinagraðar glerbyggingar

WG 100 Z
Öflugri gerð með hátt einangrunargildi

ASP 50-75
Einangrunargluggar og hurðir .
Ef þörf er á stærra skála er hægt að setja saman einingar og byggja þannig stærri skála.

Verkferlið
Eftir að verðtilboð hefur verið samþykkt fer verkferlið af stað.
Hver og einn sólskáli er smíður eftir máli og þannig er hýsið sérsniðið að óskum og aðstæðum hverju sinni. Glerskálar eru yfirleitt með lokuðum hliðunum td med föstum glerveggjum, gluggum, rennihurðum eða opnanlegum hurðum þannig að það er ýmisleg sem þarf að athuga áður en farið er af stað. Eftir að viðskiptavinur hefur ákveðið að taka tilboði mætum við á staðinn til að mæla og skoða aðstæður. Eftir það er gerð vinnuteikningar og allt yfirfarið með kaupanda áður en skálinn fer í framleiðslu. Reikna má með einhverjar smábreytingar eftir uppmælingu . Eftir að allt liggur fyrir og viðskiptavinur staðfestir líða umþb. 10-12 vikur þangað til að skálinn er kominn á bygginarstað og þá hefst uppsetning.
Verkefni

Pergola Agava – uppsett í Vejle Danmörk
