Svalalokanir

Svalalokanir 

ProRailing býður vandaðar svalalokanir fyrir allar gerðir svala og svalaganga. Við bjóðum nokkrar gerðir og seljum ma. svalalokanir frá Malmerk Klaasium ásamt því að framleiða í verksmiðju okkar eigin svalalokanir bæði sem felli og rennilokanir. Svalalokanir frá Malmerk eru útbreiddar í allri Skandinavíu þá sérstaklega í Noregi þar sem þær henta ákaflega vel þar sem veður eru mjög stormasöm og votviðrasöm. Malmerk svalalokanir hafa verið seldar á Íslandi í yfir 10 ár og hafa reynst mjög vel í íslenskri veðráttu.

Stærð verkefnis, staðsetning, útfærsla og vindálagskröfur ofl. spilar inn í hönnun og verð. Glerþykkir og val á prófílum og festingar er útreiknað eftir aðstæðum, stærð og álagskröfum  á hverjum stað. Við bjóðum álagsútreikinga í stærri verkefni sé þess óskað ásamt vottunum og nauðsynlegum skjölum fyrir gæðakerfi.  Allar svalalokanir frá okkur eru vottaðar og framleiddar eftir ýtrustu álagskröfum, gler er CE merkt og vottað samkvæmt reglugerð og samræmdum evrópskum stöðlum EN12150-2:2004  (Gler í byggingar – Hitahert öryggisgler úr natríumkalksilíkati EN14449:2005).

Verð á svalalokun miðast við hefðbundnar forsendur og afhendingu á höfuðborgarsvæðinu án uppsetningar. Innifalið í efnisverði eru allar tilheyrandi festingar, skrúfur osfr.   Ef valdir eru veðurlistar í reiknivélinni fylgja með akryllistar á milli glerja og í endum til þéttingar.
Frágangslistar og efni ss. vatnsbretti, blindanir og kítti eru ekki innfaldir í tilboðsverði, sé þeirra þörf enda ekki hægt að áætla eða útfæra það fyrr en í uppsetningarvinnunni. Uppsetningaraðili Sér um þennan hluta í samráði við kaupanda.  Kaupandi ber ábyrgð á því að öll tilskilin leyfi séu til staðar og ber straum af þeim kostnaði.

Í uppsetningaleiðbeiningum okkar er að finna leiðbeinignar varðandi uppmælin og uppsetningu á svalalokun frá A til Ö

Allar svalalokanir eru með 5 ára verksmiðjuábyrgð á efni

Svalalokanir okkar veita skjól fyrir vindi, regni og snjó og verndar því svalirnar og minnka þannig kostnað við viðhald. Að auki verður notalegra að sitja á svölunum þar sem sem sólin hitar upp rýmið og alltaf er logn.
Svalalokun frá okkur draga úr hljóðmengun og hitatapi og veita því einnig vörn gegn veðri, kulda og hávaða.  Allt gler er hert CE merkt og er glerþykktir, prófílar og festingar útreiknað eftir stærð og álagskröfum  á hverjum stað.

Byggingaraðilar – hönnuðir

Hér er hægt að  nálgast BIM skrár fyrir bæði AutoCad Revit og ArchiCad og nota í hönnun á byggingum með svalalokunum. Við bjóðum álagsútreikinga í stærri verkefni sé þess óskað ásamt vottunum og nauðsynlegum skjölum fyrir gæðakerfi.
Allar svalalokanir eru með 5 ára verksmiðjuábyrgð á efni

 

 

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tóm!Til baka