Select Page

Svalagangar

Svalagangar – EW 50 lokunarkerfi

EW 50 svalagangakerfið er smíðað í verksmiðju Profilshop í Danmörk.
Prófilar og allar festingar eru úr EW50 glerveggjakerfinu frá Aluminco sem er sérstaklega hannað fyrir glerhjúpa á stærri byggingar. Sjálft glerið er hert samlímt öryggisgler, framleitt eftir máli í Danmörku.  EW50 veggjakerfið er fullkomið glerkápukerfi hannað fyrir allar tegundir bygginga einangraðar eða óeinangraðar, stórar og smáar. Prófilar í kerfnu eru frá 50 mm upp í 300mm, en í svalaganga notum við 100 eða 150 mm  eftir því hve hátt er á milli gólfplatna.

Millibil prófila er jafnað út á milli umþb. 900 – 1.000mm.  Á milli pósta er auk þess komið fyrir fallvörnum milli svalagólfs og glerkápu sé hún staðsett utan á burðarvirkinu hússins samkvæmt byggingarreglugerð. Gler er  hert samlímt 55.2 (10.76mm) glært öryggisgler, möguleiki á öðrum þykktum, glertegundum og gerð ss. möttu gleri, dökku gleri eða silkiprentun á gler.  Álprófila er hægt að lita í öllum RAL litum að ósk.   Svalagangar þurfa að hafa loftun og reyklosun þannig að gler endar yfirleitt umþb 400 – 500 mm frá lofti.   Á hæðum er settur samfelldur handlisti að innanverðu, 900mm frá gólfi.

EW 50 lokunarkerfið frá ProRailing er hannað fyrir mikið álag er álagsreiknað og prófað og stenst ítrustu kröfur íslenskrar byggingareglugerðar um burðarvirki og formbreytingar. Allir glerveggir frá okkur eru með CE merktu hertu samlímdu öryggisgleri og kerfið uppfyllir  “EN 12179 Resistance to Wind Load”  Class 6 :. ±2000 Pa (203 Kg/m2), Increased load: ±3000Pa  (304 Kg/m2)

Umhverfisvænt

Veggir og lokanir frá okkur er 100% endurvinnanlegar og framleiddar úr ál og gleri. Því er lítið viðhald og endurvinnanleikin alger. Efnið, bæði ál og gler er hægt að endurvinna 100%.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu verðtilboð

Svalagangar
Svalagler
Svalagangur