Um okkur
Pro railing Ísland ehfHver erum við ?
ProRailing Ísland ehf. (pro-railing.is) er innflutnings og sölufyrirtæki eiganda Profilshop í Danmörku. Eigendur er íslensk fjölskylda búsett í Árósum. Í verksmiðju okkar í Árósum framleiðum við glerhandrið, glerveggi, svalalokanir, glerhýsi og fleira sem er sent beint heim til viðskiptavinar hvar sem er í Skandinavíu.
Höfuðstöðvar, þeas. lager og verskmiðja eru til húsa í Árósum í 20mín fjarlægð frá hafnaraðstöðu Eimskips sem siglir vikulega og liggur því miðsvæðis bæði varðandi aðföng og flutninga. Verskmiðjan í Árósum (Profilshop) heldur stóran lager af helstu prófílum, festingum og öðrum tilheyrandi vörum og öll framleiðsla fer þar fram.
Ásamt eigin framleiðslu seljum við einnig td. svalalokanir og smáhýsi frá öðrum viðurkendum framleiðendum aðalega frá norður Evrópu.
Einn og sami eigandi (Magnús) er að þessum fyrirtækjum þannig að boðleiðir eru stuttar og verðlagning einföld og gegnsæ með því að bjóða tilgegnilegar reiknivélar sem er að finna á heimasíðunni. Í öllum tilfellum stendur ProRailing ehf fyrir innflutning og endursölu til viðskiptavina á Íslandi.
Við rekum eigin sölufyrirtæki í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi, þó starfsemin fari að mestu fram í höfuðstöðvum okkar, þmt, tilboðsgerð, framleiðsla pökkun og flutningur.
Í dag er framleiðslan í fyrirrúmi hjá okkur þeas við einbeitum okkur fyrst og fremst að eigin framleiðslu í verksmiðju okkar í Árósum þar sem við framleiðum meðal annars:
- Crystalline Slimline – glerhandrið án stólpa
- Fusion line – nýtýskuleg ál og glerhandrið
- F50 – klassísk glerhandrið með álstólpum og klemmum (ryðfrítt look)
- Classic-line – hefðbundin álhandrið med rimlum
- Svalahandrið og svalalokanir
- Fusion fence – girðingar og skjólveggjir úr áli
- PS Sólskálar – glerskálar og glerhýsi sérsmíðað í fjölmörgum útfærslum
- Slider Next – gler-rennihurðar fyrir sólskála og yfirbyggingar.
- AG svalalokanir og felliglerveggir
- Sunroom – léttar ályfirbyggingar úr gleri, áli og plasti
- BloomCabin – gróðurhús og glerhýsi
Á vefsíðum okkar prorailing.is, pro-railing.dk og pro-railing.se má finna vörur og þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar á skandinavíska markaðnum.
Handrið, svalalokanir, skálar og flestar allar vörur okkar eru sérframleiddar efir máli viðskiptavinarins. Glerhandrið eru í flestum tilfellum tilsniðin í rétt mál tilbúin til uppsetningar, sem tryggir 100% samsetningu og styttir uppsetnignatíma.
Í reiknivélum okkar má finna vörur okkar sem við bjóðum á svipuðum verðum og gengur og gerist annarstaðar á norðurlöndunum.
Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum okkar gæðavörur með sömu öryggiskröfur á sambærilegu verði allstaðar á norðurlöndunum.