Hert og samlímt öryggisgler

Hert gler og samlímt öryggisgler

 

Pro Railing Ísland býður hert gler og öryggisgler í flestar gerðir handriða og svalaganga.

Hert gler er flotgler sem hitað er í 600 gráður og kælt í mjög sérhæfðum vélum og við það eykst styrkur þess svo að það verður um 5-6 sinnum sterkara en venjulegt gler.

Einfalt hert gler er notað td. í glerhurðir, milliveggi og í rúður sem þurfa að standast mikið vindálag þmt. svalalokanir. Hert gler brotnar í þúsundir mola sem dregur verulega úr slysahættu.

Tvöfalt hert og samlímt gler er 2 hertar glerplötur límdar saman með fólíu.
Þessi gerð er notuð td. í glerhandrið og þar sem er hætta er á fallhættu.
Samkvæmt stöðlum og nýjustu byggingareglugerð er krafa um að glerin sé samlímt þannig að glerbrotin hanga í filmunni á milli glerjanna, brotni gler og valdi því ekki slysum,  skaða eða fallhættu.

Vinnuaðferð

Öll vinnsla eins og skurður, borun, slípun og CNC vinnsla fer fram áður en glerið er hert í tölvustýrðum hersluofnum frá Glaston af nýjustu gerð. Stærsta mögulega rúðustærðin sem hægt er að herða er 2400 x 4800mm. Hagkvæmast er þó að deila rúðum í minni stærðir undir 2000mm (2m) sökum aukakostnaðar bæði í framleiðslu og flutning verði rúðurnar mjög stórar.
Venjuleg lengd á handriða gleri er á milli 1000- 1600mm.

Eftir vinnslu og herslu er glerið samlímt með fólíu, EVA (ethylene-vinyl acetate) í sérstökum vakúmofni. Þessi tegund fólíu, EVA er tiltölulega ný af nálinni og verður sífellt vinsælli vegna mekanískra eiginleika fólíunnar.
EVA fólía hefur mun betri viðloðun og  meiri mótstöðueiginleika varðandi rakadrægni (high moisture resistance) en venjuleg PVB (polyvinyl butyral).

Því bjóðum við allt að 7 ára ábyrgð gangvart rakaskemmdum (delamination) á gleri samlímdu med EVA fólíu í samræmi við ábyrgðarskilmála okkar.
Allt gler frá okkur er CE merkt og framleitt eftir samræmdum evrópskum stöðlum  EN 12150-2:2004  (Gler í byggingar – Hitahert öryggisgler úr natríumkalksilíkati)  og EN 14449:2005

Ýmsar útfærslur eru í boði á hertu gleri td. glært, extra glært, brons litað, grátt eða matt bæði fyrir handrið innanhúss sem og utanhúss.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu verðtilboð

Hannaðu glerhandrið og fáðu verð strax