Select Page

Glerhandrið án stólpa

Crystalline – glerhandrið

Stílhrein glerhandrið án stólpa fyrir svalir, svalaganga, stiga  og palla.

Óhindrað útsýni, nútímaleg hönnun og öryggi einkennir Crystalline handriða kerfin okkar.

Crystalline er góð lausn fyrir verktakann, iðnaðarmanninn og húsbyggjendan enda mjög einfalt í uppsetningu.

Við framleiðum handriðin eftir máli og sendum með uppsetningarleiðbeiningar með hverju verki.

 

  • Crystalline Slimline: Gler er fest í álskúffu og fæst bæði topp og hliðarfest.
  • Crystalline EasyLine: Gler er fest í álskúffu, hliðarfest.
  • Crystalline Fixpoints: Gler er fest í punktfestingar, hliðarfest.

Einfalt að panta!

Útfærðu beint á skjánum handrið í 3D reiknivélinni okkar og verð uppfærist sjálfkrafa við val.

Verð frá kr 65.000 pr.lm – miðað við heildarlengd handriðs 12m, metraverð getur verið bæði hærra og lægra eftir gerð og efnisvali

glarhandrið

Crystalline handriðakerfið býður uppá fjölda útfærslumöguleika enda hægt að velja úr yfir 30 mismunandi U skúffum og prófilum, allt eftir kröfum í hverju verkefni fyrir sig.

Við lagerfærum 10 algengustu gerðir Crystalline prófíla og handlista sem henta fyrir flest venjuleg verkefni og því er afgreiðslutíminn stuttur, en í stærri verkefni með lengri afgreiðslutíma og sérkröfur getum við boðið hvaða prófíla sem er úr bæklingi,  jafnvel prófíla með vottun upp í allt að 6 kN/m!

Öryggi glerhandriðsins

Það er mikilvægt að allar öryggiskröfur séu uppfylltar og að fólk treysti vörunum okkar.  Glerhandriðin frá okkur eru med CE merktu hertu samlímdu öryggisgleri og pólerðum köntum.

Hert gler er 5-6 sinnum sterkara en venjulegt flotgler í sömu þykkt. Samkvæmt nýjustu byggingarreglugerð og stöðlum skal allt gler í glerhandriðum vera samlímt þannig að filman heldur glerinu saman skeði óhapp, þannig að glerið fellur ekki niður.
Öll handrið frá okkur eru með hertu og samlímdu gleri og að sjálfsögðu CE merkt.

Allt gler frá okkur er framleitt eftir nýjustu stöðlum, kröfum og tækni í danskri verksmiðju og við bjóðum bæði hert og hert samlímt gler. Ýmsar útfærslur eru í boði á hertu gleri td. glært, extra glært, brons litað, reyklitað, svart, grátt eða matt bæði fyrir handrið innanhúss sem og utanhúss.

Gler í handriðum okkar er samlímt med EVA fólíu, sem er nýleg fólíutegun sem er hefur meiri rakamótstóðu og gefur betri samlímingu en venjuleg PVB.  Það sem samlímt gler er í raun flókin vara með mjög mismunandi virkni,  bjóðum við einnig samlímt öryggisgler með annarskonar fólíum PVB, Saflex structural eða Sentry fólium allt eftir aðstæðum og kröfum hverju sinni varðandi eiginleika fólíanna.

glerhandrið, öryggisgler, svalagler

Nútímalegt útlit – óhindrað útsýni

Hönnun handriðakerfisins þar sem glerin eru fest ofaní álskúffur er ákjósanleg lausn í byggingar nútimans þar sem krafa um minimalískt útlit og hreinar einfaldar línur. 

Crystalline kemur í 3 aðal tegundum: Innbyggt, toppfest og hliðarfest. Hver tegund inniheldur svo mismunandi prófílagerðir allt eftir burðarkröfum og glerþykktum, í allt fást yfir 30 gerðir prófila.  Crystalline er prófað og vottað  samkvæmt Eurocode fyrir mismunandi tegundir húsnæðis frá A – C1,C2-D2 og C5.

3D reiknivélin

Í nýju reiknivélinn okker getur þú útfært glerhandriðin  eftir þínum málum, breytt gleri, hæð og festingarútfærslum svo eitthvað sé nefnt og fengið útreikninginn sendann í tölvupósti eða pantað handriðið sé þess óskað

Þú þarft ekki að vera sérfræðingur.. þú getur auðveldlega hannað handrið í reiknivélinn séð verðin breytast við mismunandi val og sent okkur pöntunina beint!  Við yfirförum málin og smáatriðin og sjáum til þess að handriðið uppfylli byggingareglur og EN staðla.

Sérfræðiráðgjöf

Við erum tilbúin að ráðleggja, allt frá hvernig standa skal að uppmælingu, hvað þarf að hafa í huga við val ásamt að veita tæknilega ráðgjöf er varð undirlag og annað er þarf til að útfæra verkefnið.

Heildar lausnir

Við bjóðum heildarlausnir öll handrið frá okkur kom með öllu sem þarf, skrúfum festingum þéttiefnum þar sem við á. Það eina sem vantar í pakkann er sjálfur iðnaðarmaðurinn…. en við getum bent á færa uppsettningarmenn sé þess óskað