Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgð á einföldu gleri, hertu gleri og samlímdu gleri, festingum er samkvæmt almennum lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000. Ábyrgðarskilmálar gilda fyrir hert gler og hert samlímt öryggisgler sem afgreitt er frá verksmiðju.
Framleiðsluvörur ProRailing Ísland ehf. eru framleiddar samkvæmt stöðlum:
Hert gler skv. EN 12150, samlímt gler skv. EN 12600. Skilgreining á frávikum og göllum í gleri er samkvæmt staðli EN 572. Kaupanda ber að skoða vöruna við móttöku og athuga hvort hún uppfyllir kröfur viðkomandi áður en uppsetnings verksins fer fram. Kaupandi ber ábyrgð á glerinu eftir að það hefur verið afgreitt heilt án athugasemda út af flutningabíl á vegum ProRailing Ísland ehf.
Sé glerið sannanlega gallað afhendir ProRailing Ísland ehf. nýtt samskonar gler í staðinn innan eðilegs framleiðslutíma. Ef svo ólíklega vill til að gallar eru í pöntuninni skal bera upp kvörtun innan 7 daga frá afhendingu. Myndir af mistökum/göllum skal taka fyrir uppsetningu og þar sem gler stendur óhreyft á þeim flutningsrekka sem það kom á, annars ógildist ábyrgðin. Engin brotaábyrgð er á gleri eftir afhendingu sé gler hreyft eða fjarlægt af flutningsrekkum sem það kom á. Sé vara gölluð og gallinn sé sannarlega á ábyrgð ProRailing Ísland ehf. bætir ProRailing Ísland ehf. vöruna með nýrri samskonar vöru. ProRailing Ísland ehf. ber ekki ábyrgð á vinnu þriðja aðila þó svo ProRailing Ísland ehf. hafi bent á þá aðila sem mögulega geta tekið að sér ísetningu eða uppsetningu. Kaupanda er bent á að kaupa sér brotatryggingu gegn broti og óhöppum, þar sem glerið er ótryggt í geymslu, ísetningu og í flutningabílum sem ekki eru á vegum ProRailing Ísland ehf.
ProRailing Ísland ehf. ber ekki ábyrgð á skaða af völdum seldra vara, þmt:
-Á fólki, fasteignum eða munum meðan varan er í vörslu kaupanda
-Kostnaði við verkpalla, krana eða annars kostnaðar við við byggingarvinnu eða annarrar
vinnu við að taka í sundur eða breyta byggingarhlutum.
Pro railing Ísland ber ekki ábyrgð á vinnu þriðja aðila þó svo Pro railing Ísland hafi bent á
aðila sem geta tekið að sér ísetningu eða uppsetningu.
Pro Railing Ísland er á engan hátt ábyrgt fyrir glötuðum hagnaði eða öðru fjárhagslegu tapi.