Fusion Line

stílhrein og örugg glerhandrið

Verkefni og myndagallery

Fusion line – álhandrið með gleri

Hin nýja Fusion handriðalína sameinar nútímalega hönnun og  öryggi.

Kostir kerfanna er að glerið er fest í álstólpana án sýnilegra festinga. 

  • Orbit-Aegean : gler situr í glerfals án sýnilegra festinga
  • Elxis: öflugt, hagkvæmt og fljótlegt í uppsetninu

Einfalt að panta!

Útfærðu beint á skjánum handrið í 3D reiknivélinni okkar og verð uppfærist sjálfkrafa við val.

fusion line

Orbit – Aegean – Elxis – Synthesis

Veldu á milli oval eða ferkantaðra stólpa og mismunandi glertegunda. Fusion er nútímaleg og hagkvæmt handriðalausn, kerfin byggjast upp af sérstyrktum álprófílum og glerplötum allt uppí 12.76mm þykkt!  Bilið á milli stólpanna getur miðað við álagskröfur EN 1991-1 verið allt að 1300mm! enda þetta kerfitt eitt það öflugasta á markaðnum.  Handrið fyrir venjuleg heimhús eða í bygginarflokki A-C1 eru reiknuð og afgreidd med hertu samlímdu  8.76mm öryggisgleri med ca 1000- 1300mm  millibili á milli stólpa, en þar sem kröfur eru meiri geta stólpar verið festir með 700mm millibili og 12.76mm gleri sem setur þá útfærslu í byggingaflokk C5, þeas. þann kröfuhæsta í bókinni. Fusion line er því í senn bæði sveiganlegt og öflugt allt eftir útfærslu.

Öflugt, hagkvæmt og stílhreint!

 

Öryggi glerhandriðsins

Það er mikilvægt að allar öryggiskröfur séu uppfylltar og að fólk treysti vörunum okkar.  Glerhandriðin frá okkur eru med CE merktu hertu samlímdu öryggisgleri og pólerðum köntum.

Hert gler er 5-6 sinnum sterkara en venjulegt flotgler í sömu þykkt og samkvæmt byggingarreglugerð  og stöðlum skal allt gler í glerhandriðum vera samlímt þannig að filman heldur glerinu saman skeði óhapp, þannig að glerið fellur ekki niður.   Öll handrið frá okkur eru með hertu og samlímdu gleri og að sjálfsögðu CE merkt.

Allt gler frá okkur er framleitt eftir nýjustu stöðlum, kröfum og tækni í  danskri verksmiðju og við bjóðum hert og hert samlímt gler. Ýmsar útfærslur eru í boði á hertu gleri td. glært, extra glært, brons litað, grátt eða matt bæði fyrir handrið innanhúss sem og utanhúss.

Gler í 3D reiknivélinni okkar er afgreitt med EVA fólíu, sem er nýleg fólíutegun sem er hefur meiri rakamótstóðu og gefur betri samlímingu en venjuleg PVB.  Það sem samlímt gler er í raun flókin vara með mjög mismunandi virkni,  bjóðum við einnig samlímt öryggisgler með annarskonar fólíum PVB, Saflex structural eða Sentry fólium allt eftir aðstæðum og kröfum hverju sinni varðandi eiginleika fólíanna.

fusion line

Nútímalegt útlit – óhindrað útsýni

Hönnun handriðakerfisins þar sem glerin eru fest ofaní álskúffur er ákjósanleg lausn í byggingar nútimans þar sem krafa um minimalískt útlit og hreinar einfaldar línur. 

Fusion line kemur í nokkrum tegundum og hver tegund er útfærð mismunandi allt eftir festimöguleikum, burðarkröfum og glerþykktum. Fusion línan er prófað og vottað  samkvæmt Eurocode fyrir mismunandi tegundir húsnæðis frá A – C1.

3D reiknivélin

Í nýju reiknivélinn okker getur þú útfært glerhandriðin okker eftir þínum málum, breitt gleri, hæð og festingaútfærslum svo eitthvað sé nefnt og fengið útreikninginn sendann í tölvupósti eða pantað handriðið sé þess óskað.

Þú þarft ekki að vera sérfræðingur.. þú getur auðveldlega hannað handrið í reiknivélinn séð verðin breytast við mismunandi val og sent okkur pöntunina beint!  Við yfirförum málin og smáatriðin opg sjáum til þess að handriðið uppfylli byggingareglur og EN staðla.


 

Sérfræðiráðgjöf

Við erum tilbúin að ráðleggja, allt frá hvernig standa skal að uppmælingu, hvað þarf að hafa í huga við val ásamt að veita tæknilega ráðgjöf er varð undirlag og annað er þarf til að útfæra verkefnið.

Heildarlausnir

Öll handrið frá okkur kom með öllu sem þarf, skrúfum festingum þéttiefnum þar sem við á. Það eina sem vantar í pakkann er sjálfur iðnaðarmaðurinn…. en við getum bent á færa uppsettningarmenn sé þess óskað