Slimline glerhandrið

Upplýsingar um verk

Viðskiptavinur

Einkaaðili

Dags

2025
m

Vöruflokkur

Slimline KE115

Staður

Grenivík

Slimline – hliðarfest glerhandrið

Hér er mjög velheppnað verkefni þar sem notaður er Slimline KE115 prófíllinn okkar sem er hliðarfestur og með dökku gleri á svalir og tröppur.

Við teiknuðum CAD vinnuteikningar eftir myndum og máltöku sem við fengum sent til okkar frá viðskiptavini og allt gler sérframleitt eftir því og afhent 5-6 vikum frá staðfestingu.

Í þessu verkefni er notað dökklitað öryggisgler, svokallað grey parsol þeas. tvöfalt dökk gegnilitað hert öryggisgler samlímt með EVA fólíu. Þessi EVA fólía (EthyleneVinylAcetate) EVA er tiltölulega nýleg af nálinni og verður sífellt vinsælli vegna mekanískra eiginleika fólíunnar.  EVA fólía hefur mun betri viðloðun og meiri mótstöðueiginleika varðandi rakadrægni (high moisture resistance) en venjuleg PVB fólía. Því hentaði þessi tegund vel á stað eins og Grenivík sem liggur alveg við sjó.

KE 115 prófíllinn er festur á steypukantinn með sjálfskerandi steypuskrúfum og álkápu smellt yfir svo enging skrúfugöt sjást.  Glerin eru fest í prófílinn með Glassmove kerfinu sem gefur möguleika á að stilla glerin um 2° í prófílnum til að ná glerinu í rétt lóð. Ofan á glerið er settur lítil U topplisti sem ver glerkanta gegn hnjaski og samkvæmt reglugerð er handlisti á tröppuhandriðum. Allir sýnilegir álprófílar pólýhúðaðri í svörtu.
Uppsetning á staðnum var á útfærð af kaupanda. – Mjög vel heppnað verk í alla staði 🙌

 

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tóm!Til baka