Slimline toppfest
Upplýsingar um verk
Viðskiptavinur
Þingvangur
Dags
2024
Vöruflokkur
Slimline
Staður
Hveragerði
Slimline – toppfest glerhandrið
Fengum fyrirspurn í nóvember 2023 frá Þingvang varðandi glerhandrið fyrir verkefni sem þeir höfðu í byggingu við Varmá í Hveragerði. Í samráði við Þingvangsmenn og arkitekt var ákveðið að nota Slimline toppfest glerhandrið með handlista á svalaganga og göngubrýr og á svalir íbúðanna var notað glerhandrið með póstum burðarþolsreiknað til að þola mikið álag ef þess yrði óskað seinna að kaupa svalalokun ofaná handriðin.
Í Janúarlok kom fullpakkaður 40feta gámur á byggingarstað með uþb 9 tonnum af gleri ásamt tilheyrandi álkerfum og var strax hafist handa að setja upp. Uppsetning gekk vonum framar og var útfærð í samráði við við Þingvangsmenn þannig að síðasta glerið var sett upp í Apríl samkvæmt framkvæmdaáætlun.
Í þessu verkefni er tvöfalt hert öryggisgler samlímt með EVA fólíu glært. Þessi EVA fólía (EthyleneVinylAcetate) EVA er tiltölulega nýleg af nálinni og verður sífellt vinsælli vegna mekanískra eiginleika fólíunnar. EVA fólía hefur mun betri viðloðun og meiri mótstöðueiginleika varðandi rakadrægni (high moisture resistance) en venjuleg PVB fólía.
Slimline KE 100 prófíllinn var festur ofan á steypukantinn með sjálfskerandi steypuskrúfum. Glerin eru fest í prófílinn með Glassmove kerfinu sem gefur möguleika á að stilla glerin um 2° í prófílnum til að ná glerinu í rétt lóð. Í hlið glerjanna er festur handlisti í 90cm hæð með lýsingu sem lýsir niður svalaganginn. Allir sýnilegir álprófílar pólýhúðaðri í svörtu.
PrioRailing sá um uppsetningu á staðnum og gekk allt eins og best verður á kosið þrátt fyrir nokkuð napurt veður á köflum – útkoman er vægast sagt frábær 🙌