Rennihurðar
AG rennihurðar
Rennihurðar með hertu gleri eða einangrunargleri gefa möguleika á að búa til rými td. undir svölum eða á trépöllum, eða sem lokun á smáhýsum td. yfirbygginu og pergólum. Glerveggir og hurðar bæta aukarými við eignina sem þú munt njóta td. fyrir líkamsræktartæki til sötra morgunkaffið eða að horfa á norðurljósin.
Við framleiðum í verksmiðju okkar í Árósum rennihurðar eftir máli og hér í reiknivélinn er hægt að fá verð í mismunandi útfærslur.
Sterkbyggðar hurðar
AG rennihurðar frá okkur eru framleiddar úr sterkum álramma og með öflugum hjólabúnaði sem getur borið allt að 150kg í hverri hurð. Hert gler er í hurðum, CE merkt í þykkt 8 eða 10mm. Einnig bjóðum við hurðar með 22mm tvöföldu einangrunargleri. Þessar hurðar hafa staðist öll veður sem Íslenskt veðurfar boðið upp á jafnvel í stórum einingum í hæð 2,7 og 6 metra lengd og því góður og öruggur kostur fyrir þá sem vantar skjól á pallinn eða veröndina.
Minna viðhald
Glerhurðar veita skjól fyrir vindi, regni og snjó og verndar því pallinn og minnka þannig kostnað og viðhald. Þú munt ekki sjá eftir þeirri ákvörðun að loka rýminu með gleri því þú færð auka fermetra við eignina sem þú munt njóta um ókomin ár.
Umhverfisvænt
Gler rennihurðar og svalalokanir frá okkur eru 100% endurvinnanlegar, framleiddar úr ál og gleri. Því er endurvinnanleiki efnisins alger.
Lækkaðu hitakostnað
Rannsóknir hafa sýnt að glerlokanir minnka hitatap í rými inn af glerlokuðum rýmum um 10,7% . Það er vegna þess að rýmið á svölunum þegar þeim er lokað og loftið er kyrrt virkar eins og einangrun og jafnvel smá sólarglæta yfir vetrarmánuðina getur hjálpað að hita loftið á svölunum.
Hafðu samband óskir þú eftir nánari upplýsingum..



