Bloomcabin gróðurhús
Bloomcabin gróðurhús eru vönduð gróðurhús sem eru einföld í uppsetningu svokölluð DIY hús. Húsin fást fjölmörgum stærðum og útfærslum frá litlum veggfestum gróðurhúsum upp í stór sésmíðuð hús.
Bloomcabin Classic eru hefðbundið stöðluð gróðurhús sem fást í 12 stærðum frá 5,5m² til 18.8m². Stöðluð hús eru með 4mm hert öryggisgleri, þakglugga, niðurfalli, sökkulramma, rennihurð í Ral 9005 svörtu. Einnig er hægt að setja flest öll gróðurhús á sökkulvegg, td. á lágan 20 – 50cm steyptan sökkul.
Þó að Bloomcabin Classic húsin séu stöðluð er hægt að útfæra húsin á ýmsa vegu þar má nefna Accoya viðarklæðningu sem gefa húsunum fallegt og nýtískulegt útlit sem og með plássi þar sem eitt til 3 bil geta virkað sem geymsla. Að auki má fá húsin í óska RAL lit, með sólvarnar gleri, rafdrifnum gluggum og skrauti svo eitthvað sé nefnt.
Með Bloomcabin Classic gróðurhúsi býrð til sannkallaðan sælureit sem þú getur notið allan ársins hring.
Classic Accoya
Stöðluð gróðurhús eða sérframleidd?
Öll Bloomcabin gróðurhús er einföld í uppsetningu!
Algengar spurningar og svör
Þola þessi gróðurhús íslenskt veðurfar?
Bloomcabin gróðurhús eru hönnuð til þess að þola mikið vindálag án vandræða. Auka styrkingar, krossbönd og vinklar eru með í stærri gerðum til að tryggja að burðarþol húsins sé traust. Bloomcabin gróðurhús eru hönnuð og framleidd í Litháen fyrir skandinavískan markað en eru einnig seld um allan heim.
Er hægt að breyta stærðum á tilbúnum húsum?
Classic og Wall gróðuhúsin eru öll uppbyggð úr stöðluðum módúl einingum þannig að stærð hússins ræðst að fjölda módúlanna. Flestar gerðir bjóða 2 hæðir og gólfflöt frá 3,5 uppí 28 m². Gróðurhúsin koma sem tilbúin ´DIY´ byggingarsett með öllu sem þarf til samsetningarinnar. Ef valið er að bæta við auka rennihurðum, gluggum eða skraut er það sem staðlaðar módúlur og passar í bilin á burðargrindinni. Ef staðlaðar stærðir henta ekki býður Bloomcabin sérsmíði. Í þeim tilfellum er gefið sérverð með áætluðum afhendingartíma.
Eru verð í vefverslun með uppsetningu?
Öll verð á heimasíðu okkar eru án uppsetningar. Öll verð eru með virðisaukaskatti og með heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu, sending á landsbyggðina samkvæmt taxta Flytjanda. Vöruflokkar okkar eru svokallað DIY vörur þar sem hugmyndin er að fólk sjálft geti séð um uppsetningu á einföldum tilbúnum lausnum og sparað sér þannig bæði tíma, tafir og kostnað.
Eru Bloomcabin gróðurhúsin viðhaldsfrí ?
Já að miklu leiti, yfirbyggingingin er sterk og öll framleidd úr viðhaldsfríum pólyhúðuðum álprófílum. Þakefnið hvort sem er gler eða ylplötur eru með 10 ára ábyrgð á gulnun sökum útfjólublárrar geilsunar, (UV protection) Ef valið er gler er það það hert ESG 4mm öryggisgler sem dregur ekki í sig raka. Eindregið er mælt er með venjulegri hreingerningu amk. einu sinni á á ári til að húsið haldi virkni og veiti sem mesta ánægju.
Geta þessi gróðurhús staðið sem sjálfstætt hýsi
Bloomcabin gróðurhús eru hönnuð til að festa á traustan sökkul eða vegg. Í öllum tilfellum fylgir botnrammi úr áli. Tryggja skal alttaf að húsin séu tryggilega fest eftir leiðbeiningum hvort sem er á meðfylgjandi botnramma, sökkul eða þá undirstöðu sem húsið situr á. Einnig skal tryggja að allar þær festingar sem fylga séu notaðar, húsið og hurðar snúi sem best með tilliti til vindáttar og jafnvel auka styrkingar standi gróðurhús á víðavangi þar sem mikils vindálags er að vænta. Bloomcabin gróðurhús geta auðveldlega staðið sem sjálfstætt hýsi séu þau tryggilega fest og samsett.
Hvað geta gróðurhúsin orðið stór?
Algengsta stærð Calssic húsa eru 3.1 x 3.8 eða ca 12m² metrar. Hægt er að fá Classic gróðurhús frá 3.7m² upp að 28m². Stærri hús eins og T módelið allt að 30m² og þau stærstu MAX húsin allt að 78 m². Fjölmargar gerðir, hæðir og stærðir fást í vefveslunni okkar en einnig er möguleiki á að fá sérsmíðað hús sé þess óskað. Þá yrði það sérteiknað og gefið verðtilboð í útfæsluna.
Þarf steypta sökkla til að festa húsin á ?
Þrátt fyrir styrk hússins verður það aldrei sterkara en veikasti hlekkurinn og því er mikilvægt að trygg festa sé í gólf og að hornstög séu tryggilega fest. Það er hægt að festa meðfylgjandi botnprófíl beint á trépall sé hann vel byggður og traustur. Ef þú hefur ekki trygga undirstöðu þarf að steypa hornin á sökkulrammanum í hólka og útbúa einhvern burðarprófil eða sökkul til aö festa botnrammann ofan á. Undirstaðan þarf að vera nægilega þykk, gerð úr bjálka, burðarprófíl eða steinsteypu og yfirborð þarf að vera nokkuð slétt og jöfn. Málsetning þarf einnig að vera í samræmi við það hús sem á að fara á undirstöðuna. Undirstaða þarf að vera góð og nokkuð lárétt.
Uppsetningarleiðbeiningar
Ýttu hér til að hlaða niður uppsetningarleiðbeiningum
Stærðir og mál
Ýttu hér til að hlaða niður teikningu
Uppsetning myndband
Ýttu hér til að sjá myndband með uppsetningu á Sunroom þaki
Uppsetningarleiðbeiningar
Niðurhal fyrir Bloomcabin gróðurhús
Bloomcabin Classic gróðurhús
>Hlaða niður uppsetningarleiðbeiningum<
Ýttu á stærðir hér að neðan til að sækja viðkomandi teikningu:
Teikning 235×235 – Teikning 235×310 – Teikning 235×385 – Teikning 235×460 – Teikning 235×540 – Teikning 235×610
Teikning 310×310 – Teikning 310×385 – Teikning 310×460 – Teikning 310×540 Teikning 310×610
Uppsetning Accoya
Hlaða niður Classic Accoya leiðbeiningum
Uppsetning Wall Lean-to
Bloomcabin Lean-to
Uppsetning T gróðurhús
Bloomcabin T model
Uppsetning Piramyd
Bloomcabin Pyramid