Spurningar og svör
Hvenær er opið?
Vefverslunin er alltaf opin, þú getur náð okkur í síma á venjulegum skrifstofutíma alla virka daga.
Geta einstaklingar keypt beint af ykkur?
Já, við seljum bæði til einstaklingum og fyrirtækja.
Nú er ég er enginn sérfræðingur… get ég pantað glerhandrið?
Já, heldur betur! Í 3D reiknivélinni okkar er nægjanlegt að velja handriða gerð, setja inn utanmál á svalakanti og vélin reiknar út stærðir, festingar og allt annað sem þarf í verðútreikninginn. Eftir að pöntun er send inn til okkar yfirförum við öll mál, festingar glerstærðir osfr í tölvuforriti okkar og sendum uppfærða teikningu til samþykktar. Engin pöntun fer í framleiðslu fyrr en mál og stærðir hafa verið yfirfærðar og samþykktar endanleg af kaupanda.
Hverskonar greiðsluskilmála er boðið uppá?
Það er aðeins mismunandi eftir því hvað er keypt. Fyrir venjulega lagervörur sem við sendum með pósti td. glerklemmur og minni pakkningar er borgað með korti á síðunni. Fyrir stærri pantanir og glerhandrið sérframleidd eftir máli er greitt í 2 pörtum, 50% við pöntunarstaðfestingu og eftirstöðvar við heimkeyrslu eða eftir samkomulagi.
Er ábyrgð á vörunum hjá ykkur?
Já, ábyrgð á einföldu gleri, hertu gleri og samlímdu gleri, festingum er samkvæmt almennum lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000. Sé vara gölluð og gallinn sé sannarlega á ábyrgð ProRailing Ísland ehf. bætir ProRailing Ísland ehf. vöruna með nýrri samskonar vöru í samræmi við sölu og ábyrgðarskilmála okkar sem lesa má hér neðst á síðunni. Svalalokanir okkar eru seldar með 5 ára verkskmiðjuábyrgð og 2 ára ábyrgð á uppsetningu. Ábyrgð á uppsetningu gildir einungis ef varan er uppsett á vegum Pro railing Ísland.
Er hægt að sækja vörurna hjá ykkur?
Allar vörur eru sendar frá verksmiðju okkar í Danmörku og geymdar á lagerhóteli Eimskips í Sundahöfn. Mögulega er hægt að sækja sjálfur vörurnar hjá Eimskip, en í flestum tilfellum er heimsending á höfuðborgarsvæðinu innfalin í verðtilboð okkar.
Get ég hætt við pöntunina?
Hægt er að skila lagervörum í óopnuðum umbúðum, Ath. kaupandi skal sjálfur standa straum af þeim kostnaði sem hlýst við að koma vörunum til baka til okkar. Sérframleiðsla ss. glerhandrið þmt. prófílar og gler sem framleidd eru eftir máli viðskiptarvinarins er ekki hægt að skila og ekki hægt að afturkalla pöntun á sérframleiddum vörum. Komi upp aðstæður þar sem viðskiptavinur getur engann veginn móttekið pantaðar vörur, áskiljum við okkur rétt til að halda innborguðu staðfestingagjaldi fyrir útlögðum kostnað og efni.
Bjóðið þið magnafslátt?
Já 3D reiknivélin okkar reiknar sjálfkrafa afslátt inní verðið sé lengdin umtalsverð td. yfir 5metra. Afslátturinn hækkar sjálfkrafa eftir því sem umfang pöntuninar eykst, upp að vissu marki. Einhverjar lausavörur í vefverslunnni hafa magnafslátt td glerfestingar sé keypt í einhverju magni.
Bjóðið þið uppmælingu?
Já, við getum hjálpað með uppmælingun á höfuðborgarsvæðinu sé þess óskað. Ef uppsetning er á okkan vegum er yfirleitt uppmæling með í heildartilboði. Samstarfsaðili okkar BMB Verk ehf (Baldvin sími 8978040) sér um að mæla og setja upp á höfuðborgarsvæðinu sé þess óskað, gegn sanngjörnu gjaldi.
Er hægt að breyta afhendingar dagsetningu?
Já ef þú upplýsir það að lágmarki 3 daga fyrir áætlaða afhendingu.
Get ég breytt heimilsfangi?
Já ef þú upplýsir það að lágmarki 4 daga fyrir áætlaða afhendingu. Ef að nýja heimilsfangið er á landsbyggðini eða langt frá upphaflegu heimilsfangi getur hlotist af þessu aukakostnaður, og gilda þá innanlands flutningstaxtar Flytjanda.
Getið þið borið glerin uppá svalirnar?
Ef að uppsetning er innfalin í tilboði okkar berum við allt á staðinn. Sé um að ræða afhendingu á efni eða vörum með flutningsaðilum sem Flytjanda, er efnið afhent í innkeyrslu eða á lóð þar sem öruggt er að skilja það eftir. Allt kemur á brettum og einnota statífum sem tekin eru af bíl með lyftu.
Bjóðið þið uppsetningu?
Já, td er eru svalalokanir yfirleitt seldar með uppsetningu og einhver handriðaverkefni. Við erum í nánu samstarfi við BMB Verk ehf (Baldvin sími 8978040) sem sér um uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og í kring. Þeir hjá BMB Verki hafa áratugareynslu í uppsetningum á gleri, glerhandriðum, skálum, veggjum og svalalokunum. Þeir mæta á staðinn þegar varan er kominn á staðinn og klára uppsetninguna, fumlaust. Einnig er hægt að hafa samband við BMB verk beint án milligöngu okkar og þá rukka þeir sjálfir viðskiptavininn um vinnuliðinn að uppsetningu lokið án aðkomu ProRailing Ísland ehf.
Sendið þið út á land?
Já, já við sendum vörur um alla Skandinavíu… þannig að Kópasker eða Bolungarvík er í leiðinni 🙂