Select Page

 

Gluggar og hurðir

Að kaupa glugga og hurðir er fjárfesting og því mikilvægt að vanda valið.
ProRailing Ísland býður nú sérsmíðaða glugga og hurðir frá Klarvinduer OÜ. 

Kvistlaus gæðaviður – hægvaxandi tré
Allir gluggar og hurðir eru framleiddir úr hægvaxandi gæðavið, sem tryggir besta styrk og endingu. Viðurinn er hægvaxandi norræn fura, með sérstaklega mikla kjarnahlutdeild. Fingurskorinn viðurinn er skannaður með 4 hliða hátækni  viðarskanna, og sífellt gæðaeftirlit í gegnum alla framleiðsluna  tryggir að þú fáir 100% gæði á vörum Klarvinduer. Glugga og hurðir er hægt að fá í tré og tré/ál útfærslu og með tvöföldu og þreföldu gleri.

Allt tré er FSC vottað, sem er alþjóðleg vottun og trygging fyrir sjálfbærri skógrækt. Einu sinni á ári fara allir starfsmenn Klarvinduer í gúmmístígvélin, taka skóflu í hönd og gróðursetja tré og sýna þannig viljann í verki.

Kjarnaviður – úrvalstré
Kjarnviður úr furu er frábær smíðaviður og þess vegna notar Klarvinduer hann eingöngu. Umbreyting í kjarnaviðnum virkar þannig að tréð lokast og náttúrulega efnið “pinosylvin” verður til sem gegndreyptir viðinn sem bæði hindrar rakamyndun, drepur svepp, bakteríur og veitir náttúrulega vörn.

Til að tryggja endingu og gæði notar Klarvinduer yfirborðsmeðhöndlun frá Akzo Nobel sem bæði gagnver, litar og lakkar viðinn. Og til að tryggja bestu yfirborðsmeðhöndlun eru sett nokkur lög af gagnvörn, litun og lökkun í sérstöku 3 þrepa lita-lökkunarkerfi AkzoNobel3 sem hannað er fyrir skandenavískt loftslag. Og að sjálfsögðu er málningin náttúrulega laus við öll hættuleg eiturefni.

Tvöfalt  eða þrefalt orkusparandi einangrunargler
Í alla glugga og hurðir er hægt að velja á milli 2 laga eða 3 laga einangrunarglers. Venjulegir gluggar eru efhentir með tvöfölldu orkusparnadi gleri, og hægt er að velja á milli nokkurra glertegunda allt eftir hvaða kröfur eru gerðar.

Nýjar og strangari kröfur um glugga og hurðir í evrópu þmt. Danmörku og gilda frá byrjun árs 2021.
Kröfurnar þýða að gluggar og hurðir eiga að uppfylla hertari kröfur um einangrun en áður þannig að fyrir íbúðarhús er mælt með að velið sé 3 laga gler,  en velja má á milli 2ja og 3ja laga glers í frítíðshúsum. Báðir kostir uppfylla gildandi byggingareglugerði á Íslandi.

 

10 ára ábyrgð

Klarvinduer OÜ veita 10 ára vöruábyrgð gegn göllum, þar með talið framleiðslugöllum, að því gefnu að allir þættir séu samkvæmt uppsetningarleiðbeiningum Klarvinduer og að samsetning og fúgun sé unnin á fagmannlegan hátt.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu verðtilboð

 

Hannaðu glerhandrið og fáðu verð strax