Gluggar og hurðir

Að kaupa glugga og hurðir er fjárfesting og því mikilvægt að vanda valið.
ProRailing Ísland býður nú sérsmíðaða glugga og hurðir frá Klarvinduer OÜ. 

Kvistlaus gæðaviður – hægvaxandi tré
Allir gluggar og hurðir eru úr hægvaxandi gæðavið, bæði úr tré og tré/áli útfærslur , sem tryggir besta styrk og endingu.
Viðurinn er hægvaxandi norræn fura, með sérstaklega mikla kjarnahlutdeild. Fingurskorinn viðurinn er skannaður með 4 hliða hátækni  viðarskanna, og sífellt gæðaeftirlit í gegnum alla framleiðsluna  tryggir að þú fáir 100% gæði á vörum Klarvinduer.

Allt tré er FSC vottað, sem er alþjóðleg vottun og trygging fyrir sjálfbærri skógrækt. Einu sinni á ári fara allir starfsmenn Klarvinduer í gúmmístígvélin, taka skóflu í hönd og gróðursetja tré og sýna þannig viljann í verki.

Kjarnaviður – úrvalstré
Kjarnviður úr furu er frábær smíðaviður og þess vegna notar Klarvinduer hann eingöngu. Umbreyting í kjarnaviðnum virkar þannig að tréð lokast og náttúrulega efnið “pinosylvin” verður til sem gegndreyptir viðinn sem bæði hindrar rakamyndun, drepur svepp, bakteríur og veitir náttúrulega vörn.

Til að tryggja endingu og gæði notar Klarvinduer yfirborðsmeðhöndlun frá Akzo Nobel sem bæði gagnver, litar og lakkar viðinn. Og til að tryggja bestu yfirborðsmeðhöndlun eru sett nokkur lög af gagnvörn, litun og lökkun í sérstöku 3 þrepa lita-lökkunarkerfi AkzoNobel3 sem hannað er fyrir skandenavískt loftslag. Og að sjálfsögðu er málningin náttúrulega laus við öll hættuleg eiturefni. 

Tvöfalt hert og samlímt gler er 2 hertar glerplötur límdar saman með fólíu.
Þessi gerð er notuð td. í glerhandrið og þar sem er hætta er á fallhættu.
Samkvæmt stöðlum og nýjustu byggingareglugerð er krafa um að glerin sé samlímt þannig að glerbrotin hanga í filmunni á milli glerjanna, brotni gler og valdi því ekki slysum,  skaða eða fallhættu.

 

10 ára ábyrgð

Klar veitir 10 ára vöruábyrgð gegn göllum og göllum, þar með talið framleiðslugöllum, að því gefnu að allir þættir séu settir upp samkvæmt samsetningarleiðbeiningum okkar og að samsetning og fúgun sé unnin á fagmannlegan hátt.

Eftir vinnslu og herslu er glerið samlímt með fólíu, EVA (ethylene-vinyl acetate) í sérstökum vakúmofni. Þessi tegund fólíu, EVA er tiltölulega ný af nálinni og verður sífellt vinsælli vegna mekanískra eiginleika fólíunnar.
EVA fólía hefur mun betri viðloðun og  meiri mótstöðueiginleika varðandi rakadrægni (high moisture resistance) en venjuleg PVB (polyvinyl butyral).

Því bjóðum við allt að 7 ára ábyrgð gangvart rakaskemmdum (delamination) á gleri samlímdu med EVA fólíu í samræmi við ábyrgðarskilmála okkar.
Allt gler frá okkur er CE merkt og framleitt eftir samræmdum evrópskum stöðlum  EN 12150-2:2004  (Gler í byggingar – Hitahert öryggisgler úr natríumkalksilíkati)  og EN 14449:2005

Ýmsar útfærslur eru í boði á hertu gleri td. glært, extra glært, brons litað, grátt eða matt bæði fyrir handrið innanhúss sem og utanhúss.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu verðtilboð

 

Hannaðu glerhandrið og fáðu verð strax