Um okkur

Pro railing Ísland

Hver erum við ?

Pro-railing Ísland ehf er íslenskt sölufyrirtæki Profilshop Danmark ApS, sem er fjölskyldufyriritæki íslendinga búsettra í Danmörku.  Fyrirtækið sérhæfir sig í ál og gler lausnum td. glerhandriðum og svalalokunum ásamt álkerfum, glerhýsum og öðrum utanhúss vörum. Í dag rekum við sölustarfsemi í Danmörk, Svíþjóð og Íslandi í gegnum vefsíður okkar, pro-railing.is – pro-railing.dk og pro-railing.se. 
Í verksmiðju okkar og lager í Árósum framleiðum við handrið, glerveggi, svalalokanir og fleira eftir máli sem er svo sent beint til viðskiptavinarins  hvar sem er í skandinavíu.

Eigendur ráku samskonar starfsemi á íslandi með stiga, handrið gler, veggi og svalalokanir yfir 18 ár áður en söðlað var um 2006 og flutt til Danmörku. Fljótlega var stofnað fyrirtæki þar og starfsemin hefur verið byggð upp og þróuð þannig að í dag  seljum við vörur okkar beint til viðskiptavina í Danmörk, Svíþjóð, Noregi, Færeyjum, og nýlega bætt við Íslandi og Póllandi.  Eigendur hafa verið í byggingargeiranum í áratugi og kynnst mismunandi kröfum, venjum og tekið þátt td. í byggingu flugstöðvarinnar í Keflavík og Smáralindar ásamt aðkomu að byggingu nýrra höfuðstöðva vindmylluframleiðandans Vestas í Árhús ásamt fleiri fasteignaverkefnum í Danmörk og Svíþjóð, því byggjum við því á yfirgripsmikilli þekkingu í þessum efnum.   

Vörur okkar hafa um árabil verið seldar til fyrirtækja og einstaklinga á norðurlöndunum og nýlega bættist Ísland við. Markmiðið  með eigin fyrirtæki á íslandi er að bjóða sömu vörur á sambærilegu verði, sendar alla leið heim til venjulegra viðskiptavina, eins og gengur og gerist annarstaðar á norðurlöndum.

Á vefsíðum okkar pro-railing.is, pro-railing.dk og pro-railing.se finnurðu vörur og þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar á skandinavíska markaðnum.  Við seljum gler, glerhandrið, svalokanir, svalganga, pergólur, smáhýsi og yfirbyggingar í Danmörku ásamt útflutningi til annarra norðurlanda, ásamt rekstri vefverslunar með skyldum vörum.

 • Crystalline  -glerhandrið án stólpa
 • Fusion line – nýtýskuleg glerhandrið 
 • ÁL F50 – glerhandrið með póstum (ryðfrítt look)
 • Classic-line – hefðbundin álhandrið med rimlum
 • Open Air – hækkanleg glerhandrið og skermar! 
 • Fusion fence – girðinga og skjólveggja kerfi
 • Pergola Agava með fjarstýrðu  opnanlegu þaki ásamt fylgihlutum
 • Pergola Brustor – opnanleg þök í fjölmorgum gerðum
 • Slider Next – glerrennihurðar fyrir sólskála og yfirbyggingar.
 • Svalalokanir og glerveggir
 • Soltec – Bílskýli og glerþök
 • Sunroom – yfirbyggingar úr áli og plasti

Öll handrið og flestar vörur okkar eru framleiddar efir máli viðskiptavinarins. Í vefverslun(DK) er einnig að finna úrval standard glerfestinga og prófíla sem henta fyrir glerhandrið, glerveggi og annað tilheyrandi.

Með nýju 3D handriðareiknivélinni okkar vonumst við að geta boðið glerhandrið á sama hagstæða verðinu með heimkeyrslu og annarstaðar á norðurlöndunum.    Aðrar vörur munum við einnig bjóða á íslandi þó höfuðáherslan verði á glerhandrið og skyldar vörur, fyrst um sinn.

Sömu eigendur reka  pro-railing.is,  pro-railing.dk,  pro-railing.se, og pro-railing.nu og öll handrið eru framleitt í verksmiðjunni í Árósum.

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum okkar gæðavörur með sömu öryggiskröfur á sama verði allstaðar á norðurlöndunum.