Um okkur

Pro railing Ísland ehf

Hver erum við ?

ProRailing Ísland ehf.  (prorailing.is)  er íslenskt sölufyrirtæki sömu íslendinga og eiga verksmiðjuna Profilshop í Danmörku. Markmið okkar er að bjóða bæði einstaklingum og fyrirtækjum gæðavörur okkar með sömu öryggiskröfur og á sama verði allstaðar á norðurlöndunum. 

Í verksmiðju okkar og í Árósum framleiðum við glerhandrið, glerveggi, svalalokanir, glerhýsi og fleira eftir máli fyrir viðskiptavini  sem er svo sent beint til viðskiptavinarins  hvar sem er í Skandinavíu. Lager og  verskmiðja eru til húsa í Árósum í 20mín fjarlægð frá hafnaraðstöðu Eimskips og liggur því miðsvæðis bæði varðandi aðföng og flutninga. Við seljum vörur okkar beint í gegnum eigin sölufyrirtæki í Danmörk, Svíþjóð og á Íslandi, pro-railing.is, pro-railing.dk og pro-railing.se.  

Sömu eigendur hafa verið í byggingargeiranum í áratugi og kynnst mismunandi kröfum, venjum og tekið þátt  í ýmsum verkefnum stórum og smáum td. frá í byggingu flugstöðvarinnar í Keflavík, Seðlabanka Íslands, Smáralindar ásamt aðkomu að byggingarverkefnum víða erlendis td. nýrra höfuðstöðva Vestas í Árósums ásamt fleiri fasteignaverkefnum á Íslandi, í Danmörk og Svíþjóð og byggjum við því á yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu í þessum efnum.

Á vefsíðum okkar pro-railing.is, pro-railing.dk og pro-railing.se má finna vörur og þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar á skandinavíska markaðnum.  Við seljum gler, glerhandrið, svalalokanir, svalganga, pergólur, glerskála, smáhýsi og yfirbyggingar í Danmörku ásamt útflutningi til annarra norðurlanda, ásamt rekstri vefverslunar með skyldum vörum.

  • Crystalline – glerhandrið án stólpa
  • Fusion line – nýtýskuleg ál og glerhandrið 
  • F50 – klassísk glerhandrið með álstólpum og klemmum (ryðfrítt look)
  • Classic-line – hefðbundin álhandrið med rimlum
  • Open Air – hækkanleg glerhandrið og skermar! 
  • Fusion fence – girðingar og skjólveggjir úr áli
  • Pergola Agava með fjarstýrðu  opnanlegu þaki ásamt fylgihlutum
  • Alusystem – Royal glerskálar og smáhýsi í fjölmörgum útfærslum
  • Slider Next – gler-rennihurðar fyrir sólskála og yfirbyggingar.
  • Malmerk svalalokanir og glerveggir
  • Sunroom – léttar yfirbyggingar úr gleri, áli og plasti

Handrið, svalalokanir, skálar og flestar allar vörur okkar eru sérframleiddar efir máli viðskiptavinarins. 

Í reiknivélum okkar má finna vörur okkar sem við bjóðum á svipuðum verðum og gengur og gerist annarstaðar á norðurlöndunum.
Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum okkar gæðavörur með sömu öryggiskröfur á sama verði allstaðar á norðurlöndunum.