Sunroom - yfirbyggingar
Sunroom þakskyggni og sólskálar
Við bjóðum Sunroom álþök sem eru í svokölluðum “DIY” flokki, sem þú getur sett saman á auðveldan hátt.
Með Sunroom þaki hefurðu möguleika á að setja sjálfur saman þak eða jafnvel heilan sólskála úr tilbúnum einingum á miklu hagstæðara verð miðað við venjulegum kostnað á sólskálum. Hönnunin hjá Sunroom er með það markmið að hægt sé fyrir handlagið fólk að setja sjálf saman tilbúnar einingar án sérþekkingar og um leið spara sér þannig stórar upphæðir.
Þú býrð til sannkallaðan sælureit sem þú getur notið allan ársins hring.
Sunroom yfirbyggingin er úr álprófílum með innbyggðu þakrennukerfi og niðurfalli. Þakið er í standard módúlmálum og kemur sem kit, með öllum skrúfum, þéttiborðum og kítti, tilbúið til samsetningar. Annarsvegar er talað um þök með kross-styrktum Macrolon pvc ylplötum eða þak með gleri.
Auðvelt er að aðlaga þökin að aðstæðum í breidd, dýpt og hæð. Í þakinu eru kross-styrktar Macrolon ylpltötur 16mm þykkar sem einnig eru einangrandi. Prófílarnir koma skorni, fræstir og tilbúinir þannig að þú setur grindina saman á 2-3 klukkutstundum, þar næst er þakplöturnar setta í. Súlurnar á framhliðin koma í 2.5m hæð sem hægt er að stytta á staðnum og þannig hægt að aðlaga hæðina á þakinu eftir aðstæðum.
Einnig er hægt að fá öryggisgler í þökin, bæði sem fastar stærðir eða jafnvel gler eftir mál sé þess óskað.
2 menn geta léttilega sett saman veggfest þak með 2-3 súlum og ylplasti td. í stærð 4 x 5 metrar á einum degi. Sama þak með gleriplötum tekur ca helmingi lengri tíma sökum þess að þá eru fleiri sperrur og styrktarprófílar í grindinni og meðhöndlun á glerinu er þyngri og aðeins vandmeðafarari.
Ýmsan aukabúnað er hægt að fá í Sunroom yfirbyggingar. Þar má nefna LED lýsingu og infrarauða hitara. Einnig er hægt að lokað hliðum með föstum glerveggjum eða med gler rennihurðunum okkar og byggja þannig upp lokaðan sólskála og skjól fyrir veðri og vindum.
Allar útgáfur Sunroom þakbygginga eru álagsprófaðar, vottaðar og CE merktar og henta því vel í íslensku veðurfari bæði hvað varðar styrk og endingu.
Útfærslu möguleikar
Ef þú lokar hliðunum td með glerveggjum eða opnanlegum rennihurðum geturðu umbreytt Sunroom þakinu í nútmalegan garðskála og notið þar með útveru lengur, jafnvel allan ársins hring. Garðskálinn verðum uppáhalds staðurinn í garðinum.

Sunroom 4 x 5m með glerþaki

Sunroom 4 x 7m sólskáli í gleri

Sunroom reiknivél
Ef þörf er á stærra þaki er hægt að setja saman fleiri þök.


Algengar spurningar og svör
Þola þessi þök íslenskt veðurfar?
Sunrooms þök í lagerstærðum eru hönnuð til þess að þola snjóálag 120 kg/m² og 33 m/sek vindálag án vandræða. Auka styrkingar eru með í stærri gerðir til að tryggja að burðarþolið sé traust.
Er hægt að breyta stærðum á tilbúnum einingum?
Sunroom þak kemur sem tilbúið byggingarsett sem hægt er að aðlaga á alla vegu. Hægt er að saga bæði álprófíla og ylplötur á staðnum með venjulegri hjólsög. Ef gler er í þaki sem er pantað eftir máli væri það forunnið í verksmiðju okkar í Danmörku. Ef valið er að setja glerhliðar eða rennihurðar er það alltaf smíðað eftir hæð sem gefin er upp við pöntun. (H1)
Eru þessi verð með uppsetningu?
Öll verð á heimasíðu okkar eru án uppsetningar. Öll verð eru með virðisaukaskatti og með heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu, sending á landsbyggðina samkvæmt taxta Flytjanda. Vöruflokkar okkar eru svokallað DIY vörur þar sem hugmyndin er að fólk sjálft geti séð um uppsetningu á einföldum tilbúnum lausnum og sparað sér þannig bæði tíma, tafir og kostnað.
Eru þökin viðhaldsfrí ?
Já að miklu leiti, yfirbyggingingin er sterk og öll framleidd úr viðhaldsfríum pólyhúðuðum álprófílum. Þakefnið þeas ylplötur eru pólýcarbon plötur með 10 ára ábyrgð á gulnun sökum útfjólublárrar geilsunar, (UV protection) Ef valið er gler er það það samlímt öryggisgler sambærilegt og annað flotgler td. í gluggum. Mælt er með venjulegri hreingerningu einu sinni á ári.
Geta þessir skálar staðið sem sjálfstætt hýsi
Sunroom þök og skálar eru hönnuð til að festast á traustan vegg. Mögulegt að útbúa sjálfstætt hýsi með sérframleiðslu á stál styrktargrind sem þó eykur kostnað.
Hvað geta skálarnir orðið stórir ?
Algengstu stærðir eru 3×4 til 3×6 metrar. Mesta dýpt frá vegg er 4.5m og heil lengd 6m. Hægt er setja saman fleiri sett til að fá stærri skála td. 2 einingar sem yrðu þá samtals 4.5×12 metrar. Stærðir má finna í reiknivélinni hér ofar á síðunni. Sé krafist meira burðarþols er auðvelt er að styrkja grunneiningar, td. í stærri gerðir er mjög öflugt forspennt flatstál 15x80mm sett inn rennuprófíl á framhlið og þannig hægt að ná millibili á milli tveggja pósta allt upp í 5metra. Sé krafist aukins burðarþols er bætt við súlum og sperrum og jafnvel styrktarbjálkum komið fyrir inn í sperrum.
Þarf steypta sökkla til að festa þökin í?
Þrátt fyrir styrk kerfis verður það aldrei sterkara en veikasti hlekkurinn og því er mikilvægt að trygg festa sé í gólf og vegg. Það er hægt að festa súlurnar beint á trépall sé hann vel byggður og traustur. Ef þú hefur ekki trygga undirstöðu mælum við með að steypta undirstöður í hólka eða grafa niður forsteypta stóla með togþyngd amk. 500 kg, undir súlur þaksins. Hægt er að fá úrval slíkra stólpa í byggingarvöruverslunum. Að sama skapi þarf einnig að vera ágæt, lárétt undirstaða undir rennihurðar og fasta veggi sé slíkt með, þó ekki séu sömu burðarþolskröfur þar og við súlurnar.
Uppsetningarleiðbeiningar
Ýttu hér til að hlaða niður uppsetningarleiðbeiningum
Stærðir og mál
Ýttu hér til að hlaða niður teikningu