Persónuvernd

Pro Railing Ísland ehf leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf og er stefna þessi byggð á lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga („persónuverndarlög“), með síðari breytingum.

Þegar  þú átt viðskipti í vefverslun okkar söfnum við persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru vegna innskráningar í vefverslun s.s. nafn, netfang og símanúmer.

Langstærstur hluti framleiðslunnar er sérsmíði þar sem viðskiptavinur leggur inn pöntun sem afgreidd er eftir hans málum síðar. Í slíkum tilvikum er nauðsynlegt fyrir Pro Railing Ísland að hafa ákveðnar upplýsingar um viðskiptavini undir höndum til að efna samninginn. Söfnun persónuupplýsinga Pro Railing Íslands byggist því á  viðskiptasambandi aðila og er nauðsynleg til að fyrirtækið geti veitt umbeðna þjónustu. Söfnun og vinnsla skal þó ekki ganga lengra en nauðsyn krefur hverju sinni.

Persónuupplýsingar um viðskiptavini Pro Railing Ísland eru:

  • Nafn, kennitala, heimilisfang, afhendingarstaður ef hann er annar en heimilisfang, símanúmer og netfang
  • Innkaupasaga
  • Greiðsluupplýsingar
  • Samskiptasaga

Pro Railing Ísland kann að miðla persónuupplýsingum sem félagið skráir og varðveitir með:

  • Fjármálastofnunum vegna meðferðar á greiðslum
  • Fyrirtækjum sem sinna innheimtu og miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga vegna greiðsludráttar á kröfum eða umsókna um reikningsviðskipti
  • Yfirvöldum vegna ýmiss konar tilkynningarskyldu, t.d. skattyfirvöldum eða lögreglu
  • Verktökum sem starfa við uppsetningar fyrir Pro Railing Ísland á grundvelli einstakra pantana
  • Endurskoðendum, lögfræðingum eða öðrum sérfræðingum sem vinna fyrir félagið og eru bundnir trúnaði

Pro Railing Ísland mun því ekki afhenda persónuupplýsingar viðskiptavina til annarra aðila nema félaginu sé það skylt samkvæmt lögum eða samkvæmt beiðni viðskiptavinar. Pro Railing Ísland mun ekki undir neinum kringumstæðum selja eða leigja persónuupplýsingar viðskiptavina sinna.

Pro Railing Ísland meðhöndlar ekki á nokkurn hátt upplýsingar um viðskiptavini sem teljast viðkvæmar persónuuplýsingar skv. 3. mgr. 3 gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. nr. 90/2018.

Þú hefur rétt á því að fá upplýsingar frá okkur um það hvernig persónuupplýsingar þínar eru nýttar af okkur og hvaða upplýsingar við höfum um þig.  Þú hefur einnig rétt á því að uppfæra upplýsingar um þig þannig að þær séu réttar, óska eftir leiðréttingum eða að upplýsingum um þig sé eytt, enda sé ekki lengur ástæða til þess að við geymum þær.

Þú hefur einnig alltaf rétt á því að beina kvörtun þinni til Persónuverndar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nú lög nr. 90/2018. Vefsíðu Persónuverndar er að finna á www.personuvernd.is.