Glerlokanir Móstekkur
Upplýsingar um verk
Viðskiptavinur
SH verkatakar
Dags
2024
Vöruflokkur
Svalagangar og lokanir
Staður
Selfoss
Svalahandrið, glerlokanir og svalagangar
Fyrir SH verktaka settum við upp svalahandrið og glerloknanir á báðar hliðar hússins að Móstekk 14-16 á Selfossi.
Sett var glerhandrið með svalalokunum á efri hæðina og á jarðhæð var svölum lokað með vönduðum rennihurðum í ramma sem hægt er að opna í báðar áttir. Allar glerlokanir eru framleiddar eftir máli í verksmiðju okkar í Árósum.
Á efri hæð hússins eru svalirnar með hefðbundu kerfi þeas glerhandriði og opnanlegum svalalokunum, svokölluðum B lokunum sem hægt að er opna 90%. Gler í handriðð er hert samlímt öryggsgler með EVA fólíu.
Rennuhurðar á jarðhæðinni eru í álramma sem keyra á sökkulprófílnum sem gerir þetta kerfi bæði sterkt, þétt og einstaklega meðfærilegt í notkun. Hjólabúnaðurinn er öflugur og stillanlegur svo hægt er að nota hurðafleka allt að 150 kg og renna í brautunum án vandræða. Rennihurðunum er læst innafrá. Þetta kerfi er mun þéttara en hefðbundin B svalalokun og jafnvel möguleiki á einanugrunargleri. Í alla staði mjög gott kerfi til að loka svölum þar sem þörf er á háum lokunum.
Á framhlið hússins er svalagöngum lokað með 80/20 veðurkápu sem framleidd er hjá okkur úr gluggapóstakerfinu EW50 frá Aluminco og lokað með 10.76mm hertu öryggisgleri með EVA fólíu. Gluggapóstarnir eru festir í gólf og loftaplötur, sett fallvörn við gólfplötu og settur handlisti að innanverðu. Uppsetning á þessu verkefni var á okkar vegum og tókst með afbrigðum vel.